


Velkomin
Vorsýning FÁT verður haldinn 26- 27. apríl 2025, kl 13:00 - 17:00
báða daganna í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins Nethyl 2e,
110 Reykjavík.
Sýnendur koma með verk sín inn í Nethyl 2e, föstudaginn 25. Apríl
milli klukkan 16:00 -18:00
Hjörleifshöfði
Einstakt tækifæri sem hefur rekið á fjörur okkar hjá FÁT.
Félagar í Félag áhugamanna um tréskurð á Íslandi hafa einstakt tækifæri á því að taka þátt í einstökum og stórum menningarviðburði í Víkingagarðinum við Hjörleifshöfða með verkefnum tengt útskurði í tré og steini.
Eigendur ferðaþjónustufyrirtækisins Viking Park Iceland eru þrír frumkvöðlar með skýra framtíðarsýn og sterkar rætur í Mýrdalshreppi. Hjá þeim er sérstök áhersla lögð á að kynna sögu svæðisins og landnáms Hjörleifs Hróðmarsson. https://vikingpark.is/
Áhugasamir félagar sem vilja koma að þessu spennandi verkefni, hafið samband við mig Hjörtur Árnason – treskurd@gmail.com

Félag áhugamanna um Tréskurð
FÉLAG ÁHUGMANNA UM TRÉSKURÐ ER HÓPUR FÓLKS SEM FYRST OG FREMST HEFUR ÁHUGA Á OG NÝTUR ÞESS AÐ SKERA ÚT Í VIÐ OG BÚA ÞANNIG TIL LISTGRIPI. VELKOMIN Á VEFINN OKKAR.
Námskeið haust 2024.
Markus Flück Svissneskur tréútskurðarkennari og listamaður mætti til landsins og hélt námskeið í tréskurði í september 25 - 1.okt.,
Markus Flück er með Instagram síðuna: https://www.instagram.com/markusflueck/
Félag áhugamanna um tréskurð, FÁT, var stofnað 1996 og voru félagsmenn þá um 90 manns. Félagið stendur fyrir nokkrum viðburðum á hverju ári eins og opnum húsum, aðalfundi, útgáfu fréttabréfs og vorsýningu. Félagsmenn eru hvattir til að koma með hugmyndir og ábendingar um allt sem tengist tréskurði og hægt er að miðla áfram til félagsmanna.
FORMAÐUR Víðir Árnason
Stjórn F.Á.T 2025



Markus Flück
Markus Flück, SoNia Flück Tigani og dætur ásamt Jón Adólf
Verkefni
Verkefni félagsmanna á sýningum félagsins. Mikil fjölbreytileiki er í verkum félagsmanna. Hérna eru örfá verk frá sýningunni.

Fiskur
Hjörtur Árnason

Fugl
Ingólfur Sigurjónsson

Saman
Friðgeir Guðmundsson

"Without craftsmanship, inspiration is a mere reed shaken in the wind"