


Vorsýning 2025
Vorsýning FÁT verður haldinn 26- 27. apríl 2025, kl 13:00 - 17:00
báða daganna í húsnæði Heimilisiðnaðarfélagsins Nethyl 2e,
110 Reykjavík.
Sýnendur koma með verk sín inn í Nethyl 2e, föstudaginn 25. Apríl
milli klukkan 16:00 -18:00
Vorsýning 2024
Vorferð 2024
Heimsókn í Forsæti og Grund
Félagar í F.Á.T. heimsóttu Ólaf í Forsæti fyrir austan í Flóahreppi og áttu ánægjulegan dag. Sigga á Grund heimsótti okkur og bauð okkur í heimsókn til sín inn í Grund eftir heimsókn okkar inn í Forsæti. Það eru forréttindi að fá að kynnast þeim tveimur. Mikil listsköpun. Allir sáttir eftir góðan dag.
Haustferð 2023
Heimsókn í Ásmundarsafn
Mentor
Ásmundur Sveinsson
Carl Milles
2023
Félagar í FÁT áttu, ánægjulegan og fallegan dag, 18.nóvember, í Ásmundarsafni í Sigtúni. Sigurður Trausti Traustason, Deildarstjóri safneininga og rannsókna tók á móti félagsmönnum kl.10:00 og fengum við mikla og góða leiðsögn um safnið. Sigurður Trausti gerði mikil og góð skil á verkum og lífi þessara tveggja samtímamanna í höggmyndlist. Sýningin er sett saman af því tilefni að núna í ár eru 40 ár síðan Ásmundarsafnið var opnað. Í tilefni þeirra tímamóta er litið til baka og skoðun á verkum Ásmundar Sveinssonar í samtali við verk hans helsta lærimeistara Herra Carls Milles, eru gerð góð skil. Það var hreint stórfenglegt að fá að njóta leiðsagnar Sigurðar Trausta sem bjó yfir yfirgripsmikilli þekkingu á verkum og lífi listamannana, og virða fyrir sér þessi stórkostlegu listaverk. (Hjörtur)

Vorsýning 2022
Vorsýning félagsins var haldin um miðjan maí 2022. Mikill fjöldi manns heimsótti sýninguna og sýndi mikinn áhuga á verkum félagsmanna. Sýnendur voru 13 samtals. Eftirfarandi eru nokkur verk frá sýningunni.
Vorsýning 2022
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |