top of page

Leiðbeinendur

leiðbeinendur í tréskurði

AnnaLilja.jpg

Anna Lilja Jónsdóttir

Tréskurður

Leiðbeinandi í tréskurði

Anna Lilja lauk meistaraprófi í myndskurði frá Iðnskólanum í Reykjavík vorið 2002 og fékk meistarabréf í iðninni í mars 2003. Hún hefur kennt útskurð meðal annars við kvöldskóla Iðnskólans í Reykjavík.

8648253

Bjarni Þór Kristjánsson

Tálgun og brýnsla

Leiðbeinandi í tálgun og brýnslu

Bjarni Þór  hefur stundað mismunandi handverk frá unga aldri svo sem tálgun,  útskurð,  rennismíði,  trafaöskjugerð og eldsmíði.
Hefur sérlegan áhuga á gömlu og þjóðlegu handverki og handverkfærum.

8976294

    BjarniThor.jpg
    Fridgeir.jpg

    Friðgeir Guðmundsson

    Tréútskurður

    Leiðbeinandi og kennari í tréútskurði

    Friðgeir hefur mikla reynslu í tréútskurði og kennt hundruðum manna í gegnum árin. Hann sker mikið sjálfur í frítímanum og eftir hann liggja fjölmörg verk. 

    861 6775

    Jón Adolf Steinólfsson

    Tréskurður

    Leiðbeinandi og kennari í tréútskurði. Rekur lista gallerý að Dalvegi 16c, Kópavogi.

    Jón Adolf hefur sinnt listsköpun sinni í áratugi, tekið þátt í tugum samsýninga og haldið fjölmargar einkasýningar. Auk þess hefur hann haldið námskeið í útskurði fyrir ýmsa aðila, innlenda sem erlenda. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín og verk hans prýða söfn og bæjarfélög víða um lönd.

    Heimasíða

    896 6234

    • Facebook
    • LinkedIn
    JonAdolf.jpg
    Stefan.jpg

    Stefán Haukur Erlingsson

    Tréútskurður

    Leiðbeinandi í tréútskurði

    Stefán hefur alla tíð lagt áherslu á að takast á við krefjandi verkefni, og er jafnvígur á lágmyndir sem og þrívídd. Stefán hefur í gegnum árin tekið að sér ýmiskonar verkefni og er jafnvígur á flestar ef ekki allar tegundir tréskurðar og skreytt skilti, bækur, rifla ,húsgögn, fundarhamra, hnífa, og gert ýmiskonar styttur og skúlptúra svo eitthvað sé nefnt. 

    8646099

    Sigurjón Gunnarsson

    Tréskurður

    Sigurjón er einstakur hagleiksmaður á tré og jafnframt margt annað til lista lagt.

    Sigurjón hefur stundað tréskurð í áratugi, eða allt frá því hann tók öll námskeið sem í boði voru, sjö talsins, í Trélistaskóla Hannesar Flosasonar. Þá hefur hann setið í stjórn og um tíma verið formaður FÁT, Félags áhugamanna um tréskurð.

    864 5716

      Sigurjon.png
      • Facebook
      • Twitter
      • LinkedIn

      ©2022 by Félag áhugamanna um Tréskurð. Proudly created with Wix.com

      bottom of page